Eins og fram hefur komið er um þessar mundir unnið að umfangsmiklum skipulagsverkefnum. Skipulagshópur á vegum bæjarins hefur unnið að endurskoðun á hluta þéttbýlisins, en það eru Zeppelin arkitektar, Orri Árnason og félagar, sem eru hönnuðir þess. Þar er um að ræða hönnun á nýju íbúðahverfi vestan Hjaltalínsholts, endurskoðun á skipulagi miðbæjar, íþróttasvæði m.t.t. nýrra mannvirkja og Grafarland - framtíðarskipulag, auk tenginga á milli svæða.
Frumdrög hugmynda að skipulagi Grafarlands og tengingar út frá því.