Emil Smith við upptökur

 

Þá er þemaviku tónlistarskólans lokið og nú er þegar hafin eftirvinnsla á öllum upptökum. Stúdíódagar tókust mjög vel og allir sem einn ánægðir með sitt framlag. Það var skólanum til mikils sóma hvað allir voru þolinmóðir og  rólegir því stundum getur orðið bið vegna tækninnar sem getur strítt manni.

Við reiknum með að diskur fyrir alla verði tilbúinn fyrir vorið en þar má finna mörg skemmtileg lög sem nemendurnir tóku upp. Flestir nemendur spila einir sín lög en einnig eru stakar upptökur settar saman í eina heild þar sem mynduð verða þekkt dægurlög. Við þökkum kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að þessi reynsla nýtist nemendum í framtíðinni. Sjá myndir frá upptökunum hér að neðan.

 

Tónlistarkennararnir 

 

Jóhanna Kristín

 

Guðrún Ösp

 

Íris Dögg

 

Hallgerður