Sumarstarfið er komið af stað og alltaf eitthvað um að vera. Nokkrir leikir á íslandsmótinu eru búnir og koma úrslit þeirra hér. Miðvikudaginn 2. júní spilaði 5. fl við lið Ægis og unnu okkar strákar leikinn 3-1. Fimmtudaginn 4. júní spilaði 4. fl ka við Þrótt R og vann UMFG glæsilegan sigur 4-0. Strákarnir í 4. fl eru nú í æfingaferð í Danmörk og eru búnir að spila tvo leiki þar og vinna báða. Hægt er að fylgjast með ferðasögu þeirra á www.blog.central.is/4_flokkur . Í gær þriðjudag var svo leikur hjá 2.fl kv HSH þær spiluðu við lið Hvatar frá Blönduósi og vann HSH þann leik 5 -1. Það voru þær Birna Karlsd, Birna Kristmundsd, Anna Þóra og Þórkatla sem skorðu fyrir HSH. Veðrið var eitthvað að stríða okkur í leiknum í gær og voru leikmenn blautir og kaldir eftir leikinn og höfðu stelpurnar frá Blönduósi orð á því hvort að það væri alltaf svona veður hér. Næsti leikur UMFG er á föstudag en þá tekur 4.fl kv á móti HK.