|
Nýja borholan |
Bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða luku í dag borun nýrrar vinnsluholu á Grundarbotni fyrir Vatnsveitu Grundarfjarðar. Þessa stundina er verið að dæluprófa vatnið til þess að kanna magn í holunni. Eldri hola, sem ekki hefur verið virkjuð, var einnig hreinsuð og vatnsmagn mælt í henni. Í framhaldinu verður skoðaður sá möguleiki að virkja báðar þessar holur.
|
Bjarni Reyr, jarðfræðingur og starfsmaður ÍSOR, við mælingar |