- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á vef Veðurstofunnar kom fram að hitastig í Grundarfirði mældist 8,9 gráður kl. 23 að kveldi þriðjudagsins 13. desember. Reyndist þetta þá mesti hiti á landinu.
Slíkar hitatölur eru ekki algengar 11 dögum fyrir jól, en "vott og vindasamt" hefur verið stefið í veðri landsmanna undanfarna daga. Hvort jólin verða hvít eða rauð er of snemmt að spá um, en ljóst að margir kysu fremur hvíta jörð og jafnvel frost heldur en hlýindin á þessum árstíma, mættu þeir ráða.