67. Stjórnarfundur Eyrbyggja 6. desember 2005 kl.20:00 að Dalvegi 2 í Kópavogi.

Viðstaddir:  Hermann Jóhannesson, Benedikt Gunnar Ívarsson, Atli Már Ingólfsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir og Guðlaugur Pálsson.

Gestur:  Gísli Karel Halldórsson.

1. Verkaskipting stjórnar

Stjórn skipti með sér verkum þannig að Ásthildur Kristjánsdóttir verður áfram gjaldkeri, Benedikt Gunnar Ívarsson verður ritari og Guðlaugur Pálsson verður varaformaður.

2. Sala bókarinnar, lagermaður.

Stjórnin fól Atla Má Ingólfssyni umsjón með bókalager félagssins.

9. bekkur Grunnskóla Eyrarsveitar hefur tekið að sér að selja bókina í Grundarfirði.  Ólöf Hildur Jónsdóttir ásamt Önnu Maríu Reynisdóttir eru ábyrgðarmenn verksins.

Benedikt lagði til að athuga hvort hægt væri að semja við Miðlun um símasölu á bókinni.  Verð bókarinnar 2.500,-  Þurfum væntanlega að greiða þóknun fyrir sölu á hverri bók.  Ákveðið að Benedikt skyldi athuga málið með því að fá fund hjá Miðlun.


Til staðar er stór listi af grundfirðingum sem eru mögulegir kaupendur sem hægt er að vinna með og Gísli Karel lagði til að rætt yrði við Elínbjörgu sem unnið hefur í þessum lista og er örugglega liðtæk til hjálpar.

Gísli Karel hefur alltaf fengið bækur til dreifingar til velunnara og aðila sem tekið hafa þátt í vinnu vegna bókarinnar ásamt því að senda inn bækur vegna styrkumsókna o.þ.h.  Ákveðið var að láta Gísla hafa 70 bækur og þar af mun hann láta Ævar Pedersen hafa 50 stk.

Reikningur vegna bókanna verður greiddur á næstu dögum enda skiptir það máli til afspurnar að standa vel í skilum vegna framtíðarinnar.  Prentaðar voru 1.000 bækur.

3. Efni í næstu bók.

Rætt var um efnistök næstu bókar og var ákveðið að reyna að leggja áherslu á þróun byggðar í næstu bók þar sem ekki tókst að koma því í síðustu bók.

Þetta er mjög stór pakki að mati Hermanns sem Orri hefur fengið afhentan trekk í trekk.  Búið er að tala við Gísla og Sigurberg og þeir eru tilbúnir til að hjálpa Orra við verkið svo hægt verði að koma efninu út.  Gísli lýsti því á stuttan hátt hvernig nálgast má þetta efni. Hermann lagði til að Gísli Karel boðaði fund þeirra þriggja (Gísla, Sigurbergs og Orra).  Ákveðið var að ræða frekar við Orra áður en boðað yrði þó til þess fundar.  Benedikt ræðir við Orra.

3.1 Húsin í bænum

Hermann benti á að 5-6 hús eru horfin í Grundarfirði og gott væri að taka þessi hús fyrir í næstu bók.  Í framhaldinu mætti svo hafa það sem fastan þátt í bókinni að fjalla um eitt eða fleiri valin hús í hverri bók undir yfirskriftinni “Húsin í bænum”.   Pálina og Gunnar Kristjáns ætla að hefja undirbúningsvinnu þessa máls.  Mikilvægt er að fá Gauja til að gera myndirnar klárar því það auðveldar mjög umfjöllun og upprifjun um húsið.  Í framtíðinni mættu svo fjalla meðal annars um leikskólann/róló, samkomuhúsið og verbúðir.

3.2. Byggðarþróun í sveitinni

Ásthildur mun athuga möguleika á grein um byggðarþróun í sveitinni.

3.3. Heimildaöflun

Atli spurði hvort heimilda hefði verið aflað með markvissum hætti hjá eldra fólki í Grundarfirði svo minningar hverfi ekki með þeim.  Fram kom að rætt hefur verið á meðal stjórnarmanna að reyna að fá vel ritfært fólk til að hjálpa til við þessa heimildaröflun.   Á síðasta fundi var reyndar rætt um að fá Skólakrakka til að skrifa sögur um ömmur og afa sem nota má í bókina.


3.4. Oddvitar

Fram kom hugmynd um að fá grein um oddvita í Grundarfirði í næstu bók.

3.5. Samstarf

Gísli Karel lagði til að haldinn verði fundur fyrir vestan með sögunefndinni (sem stendur í raun að útgáfu bókarinnar með félaginu).  Og til að víkka og styrkja útgáfuna þá vill Gísli að safnið komi að þessu verki.  Safnið er með efni sem gefa þarf út og hafa þarf samráð við Inga Hans um það hvernig að því skal staðið.  Haldnar hafa verið sýningar þar sem efni hefur verið tekið saman og á eftir að gefa úr.  Fara þarf yfir þetta.  Annað sem vel kemur til greina að fari inn í næstu bók er að núna á þessu ári sem er að líða (2005) gaf grundarfjörður út ársskýrslu sem ekki hefur verið gert í 4 ár.  Því bæjarfélagið hefur látið nægja að þessi skýrsla kæmi fram í bókinni.  Spurning um að halda þessari skýrslu áfram í bókinni.  Með þessu má fjölga bakhjörlum bókarinnar og styrkja þannig útgáfuna. 

Hermann tók fram að ekki væri búið að ákveða að halda fund, en ákveðið hefur áður verið að auka þessi samskipti og samskipti hafa verið í gangi gagnvart sögumiðstöðinni, t.d. gagnvart heimasíðunni o.s.frv..  Ákveðið hefur verið að gefa sögumiðstöð ákveðið magn af bókum sem styrk sem sögumiðstöðin má selja   Rætt hefur verið við Gauja Ella um að koma frekar að starfi Eyrbyggja á ný.  Hugmynd sú er Hermann er með í kollinum felst í því að fá þróun útgerðarinnar í bókina (8. bindi) og að sögumiðstöðin vinni þann hluta.  Ákveðið var að stefna að þessum fundi fyrir áramót ef kostur er.

3.6. Fastir liðir bókarinnar

Benni lagði til þá skoðun að heillavænlegt væri fyrir bókina að hafa sem flesta fasta liði, til að auðvelda efnisöflun í bókina á hverju ári.  Rætt var um mikilvægi þess að eiga safn greina til að setja í bækur fram í tímann.

3.7. Útgáfudagur bókarinnar

Gísli Karel sagði að miklvægt væri að keyra á það að koma næstu bók út í sumar, á réttum tíma og efnið sem færi inn er að mörgu leyti aðvelt að afla auk þess sem til eru ákveðnar greinar nú þegar sem hægt er að setja í þá bók. Skipstjóratal, tvær greinar frá Inga Hans,  Júlli Gests er næstum búin

Guðlaugur sagði tafir hafa orðið mikið til þegar efni hefur verið hér og þar og greinarnar berast okkur of seint þó svo að þær séu svo gott sem tilbúnar og því mjög mikilvægt að fylgja skrifum miklu betur eftir en áður. 

Hermann benti á að með því að senda fundargerðirnar út þá veita þær gott aðhald að þeim sem eru að skrifa greinar (hvað varðar skiladagsetningu).

3.8. Efnisöflun

Fast efni:
- Formálinn    
- Manntalið  -  Elinbjörg ? 
- Annáll -  Björg      
- Myndir – Ingi, Svenni eða Gaui.    
- Fermingarárgangar
Hemmi tekur þessa árganga saman og sendir okkur öllum, en Begga fær það hlutverk að safna myndum af fermingarbörnunum.  Aðrir stjórnarmenn lesi þetta yfir og reyna að velja einhverja kandídata til að skrifa um í “Góðir grundfirðingar”.

Efni í vinnslu:
- Júlli Gestsson (Bjarni Júl fylgir eftir).
- Jólavarningurinn 1955  (Hermann fylgir eftir).

Nýtt efni:

- Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri, - Hver á að skrifa?
Ingólfur Garðar Þórarinsson (Atli fylgir eftir)
- Álfasögur. (Gunnar Njálsson,  Benni fylgir eftir).
- Punktar frá kostningum og/eða pólitík (Davíð,  Benni fylgir eftir).
- Góðir Grundfirðingar. (Tillaga að föstum lið í bókinni).
Hægt væri að pikka út úr fermingarárgangalistunum fólk til að skrifa um.  Benni gerði tillögu að því að skrifað yrði um Óskar Sæm í fyrstu bókinni.  Aðrir grundfirðingar sem fjalla mætti um í framtíðinni t.d. Gunna gjalda og maður hennar. 

4. Önnur mál

4.1 Styrkir og fjáröflun

Atli lagði til að útbúa formlegt bréf (staðlað) sem hægt er að senda víða.

Fram kom að við höfum fengið styrki frá:
1. fjárlaganefnd:  400 þús.
2. Sparisj. Eyrarsv.: 200.
3. Einnig fengið styrki frá bönkunum.  (ekki fast). –Hinir ýmsu sjóðir bankanna.
4. KB Banki hefur einhverntíma styrkt okkur.


Benedikt varpaði fram þeirri tillögu að fá aðila til að styrkja félagið í að gefa bækur til skólabókasafna. 

Samþykkt var að skoða þetta mál nánar og leita að styrktaraðila.

4.2. Bakhjarlar

Hermann leggur til að gamlir og tryggir stjórnarmenn verði sjálfkrafa meðlimir í nefnd.  þetta er fólk með þekkingu og reynslu sem hægt er að miðla til stjórnarmeðlima.  Samþykkt var að Hermann útbúi frekari útfærslu á þessu til samþykktar á næsta fundi.

4.3 Gestir

Hermann kvatti stjórnarmenn til þess að bjóða með sér gesti á stjórnarfundi eftir því sem tilefni er til því þetta er gott til þess fallið að fá inn önnur sjónarmið og góðar tillögur.  Gestir hafi tillögurétt og málfrelsi.

4.4 Styrktarfélagar að Eyrbyggjum

Lagt var til að Benedikt setji samantillögu sem stjórn mun samþykkja til að leggja fyrir næsta aðalfund.

4.5 Fundargerðir

Gísli Karel benti á að Þessar fundargerðir eru mikilvægar og mikilvægt að senda þær út á nokkuð stóran hóp til að safna þá líka netföngum, þetta sýnir að félagið er lifandi og eykur líka aðhald sem er mjög hollt og gott.  Athuga vel póstlistann.

5. Umræðu frestað

Umræðu um eftirfarandi  atriði var frestað til næsta fundar.

- Hvað eigum við að setja inn á heimasíðuna? Bók 1, manntöl eða ferm.árg?
- Hvernig geta Eyrbyggjar og Sögumiðstöðin unnið saman,Sama heimasíða?

Efni bókarinnar:

- Sögur frá/af afa eða ömmu. Úr barnaskólanum. (Frestað til næsta fundar).
- Bernskubrek (Frestað til næsta fundar).
- Úr fundargerðum bæjarstjórnar (Frestað til næsta fundar).

Fundi slitið kl. 22:25.

Næsti fundur:  3 janúar kl. 20:00 -  Dalvegi 2 (Frostmark).