Tónlistarskólakennari

Tónlistarskólakennara vantar við Tónlistarskóla Grundarfjarðar til afleysinga í eitt ár frá 1. ágúst 2004. Um er að ræða heila stöðu. Kennslugreinar eru gítar, fiðla og málmblásturshljóðfæri.  

Fjarnám í Grundarfirði 1999-2004

Síðastliðin fimm ár hefur í Grundarfirði verið starfrækt sérstakt verkefni þar sem unglingum á framhaldsskólaaldri er kennt eingöngu í fjarnámi Verkmenntaskólans á Akureyri. Þetta var brautryðjendaverk í hreinu fjarnámi, því hvergi annars staðar hafði hópi ungs fólks verið kennt með fjarnámi eingöngu.  

Söngstund í Grundarfjarðarkirkju

Á Uppstigningardag fimmtudaginn 20. maí n.k. kl. 17.00 verður haldin Söngstund í Grundarfjarðarkirkju. Þar koma fram Kirkjukór Grundarfjarðar og Kór eldri borgara í Grundarfirði. Stjórnandi þeirra er Friðrik Vignir Stefánsson, organisti.  

KSÍ úthlutar 60 sparkvöllum

KSÍ hefur ákveðið að úthluta 60 sparkvöllum til sveitarfélaga víðs vegar um landið eftir að hafa fengið tilboð í gervigras á vellina, en það verður hlutverk KSÍ að útvega og leggja fyrsta flokks gervigras á vellina sveitarfélögum að kostnaðarlausu.  

Fólksfjölgun í Grundarfirði

Á fyrsta fjórðungi ársins 2004 voru skráðar 12.875 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 7.400 innan sama sveitarfélags, 3.673 milli sveitarfélaga, 1.012 til landsins og 790 frá því. Á tímabilinu fluttust því 222 fleiri einstaklingar til landsins en frá því.  

Gámastöðin opin lengur á laugardag

Á laugardaginn kemur, 15. maí, verður gámastöðin opin kl. 10-17. Þeir íbúar sem hafa ekki þegar hreinsað til á lóðum sínum eru hvattir til þess að nota tækifærið og koma garðaúrgangi og rusli á gámastöðina.  

Fríða framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvarinnar

Friðbjörg Matthíasdóttir viðskiptafræðingur hóf störf þann 1. maí sl. sem framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar í 50% starfi. Hún er skipuð í starfið af heilbrigðisráðherra, enda heyrir starfið nú undir heilbrigðisráðuneyti eftir að stjórnir heilsugæslustöðva voru lagðar niður 2003.      

Bæjarstjórnarfundur

46. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 13. maí 2004 kl. 17.00 í Grunnskóla Grundarfjarðar  

Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ

  Umsjónarmaður fasteigna   Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna hjá Grundarfjarðarbæ. Næsti yfirmaður er tæknifræðingur/skipulags- og byggingarfulltrúi.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í apríl 2004, 1.144.674 kg en í apríl 2003 var aflinn 1.077.116 kg.