Sigríðarganga

Hin árlega Sigríðarganga á Eyrarfjall verður farin 14. júní n.k. Gengið er á Eyrarfjall og hlaupið niður strákaskarð. Hægt er að ganga upp á Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð á nokkrum stöðum. En núna er farið upp frá Þórdísarstöðum og lagt verður af stað klukkan 16:00. Gangan upp tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Siðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Ganga á Eyrarfjall hentar fjölskyldum og börnum allt niður til 4-5 ára aldurs.

106. fundur bæjarstjórnar

106. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu þann 8. júní 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Kiwanis gefur hjálma

Kiwanishreyfingin á Íslandi færir árlega öllum 6 ára börnum reiðhjólahjálma að gjöf. Þessi vaski hópur Grundfirðinga var að vonum ánægður með framtakið.  

Sjómannadagur 2009

Nú líður að sjómannadeginum. Í Grundarfirði verður glatt á hjalla og margt að gerast.   Dagskránna má finna hér. 

Ath breyttan tíma hjá 4-5 fl kk í dag

Æfingin sem átti að vera kl 16 í dag verður kl 19 í staðinn. Endilega látið þetta berast til þeirra sem þetta varðar.   kv Raggi Mar 

Andi ævintýra í Grundarfirði

Fimmtudaginn 4. júní heimsækir skipið Spirit of Adventure Grundarfjörð. Skipið er smíðað í Þýskalandi 1980 og hét upprunalega Berlin. Undir því nafni var það í aðalhlutverki í hinum vinsæla þýska sjónvarpsþætti Traumshchiff (draumaskipið). 1986 var skipinu breytt og hefur frá því heitið Spirit of Adventure. Það er 9.570 tonn og 140 metrar á lengd. Í áhöfn eru 168 og ber skipið 352 farþega. Skipið telst ekki stórt en gert er út á persónulega þjónustu og upplifun fyrir gesti. Grundfirðingar taka að sjálfsögðu vel á móti þessum gestum og mun ýmislegt vera í gangi í bænum. Markaður verður í gömlu Hamrabúðinni, hressir krakkar verða með uppákomur með söng og leik, gallerí Bibba opnar með stæl og margt fleira.    

Útboð hjá Grundarfjarðarhöfn

Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir tilboðum í öldudempandi fláa og landstöpul.  Auglýsinguna er að finna hér.  

Fótboltaæfingar hefjast í dag miðvikudag.

Fótboltaæfingar hefjast í dag miðvikudag skv tímatöflu niðri á íþróttavelli.   kv Þjálfarar.

Tímatafla UMFG sumarið 2009

Komin er inn á heimasíðuna tímatafla UMFG vegna sumarsins 2009. Hún tekur gildi þann 3. júní 2009. Hér má sjá tímatöfluna.

Stubbaboltinn fellur niður í dag þriðjudaginn 2 júní

Vegna skólaslita fellur stubbaboltinn niður í dag. Hann verður næst á dagskrá á fimmtudaginn.   kv Hadda