Fótboltaæfingar

Þar sem veðrið virðist ekki ætla að leika við okkur áfram og völlurinn orðinn blautur og viðkvæmur, þá færum við fótboltaæfingarnar inn í íþróttahús. Allar æfingar hjá 5. og 6. flokk eru inni en ein æfing hjá 3. - 4. flokk er úti (sjá tímatöflu). Í næstu viku mun Brynjar Kristmunds í samvinnu við Hermann Geir sjá um æfingar í fjarveru Freydísar, vegna náms. 

Síðasta skip sumarsins kveður

  Skipið Albatros heimsótti Grundarfjörð þann 12. september. Veður þennan dag var óvenju slæmt en gestirnir létu það ekki á sig fá og töluverður fjöldi fór í rútuferðir og aðrir skoðuðu bæinn.  

Starf við ræstingar

Laust er starf við ræstingar á Borgarbraut 16. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri á bæjarskrifstofu í síma 430-8500. Umsóknarfrestur er til 29. september 2010.

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval þriðjudaginn 28. sept. kl. 12:00-17:00.   Allir velkomnir.    

Lagað og stílfært

Veistu hvað  fer þér best ? Með einfaldri reglu er hægt að mæla út hvernig föt passa best miða við hæð og vöxt og hvað litirnir geta haft mikil áhrif.

Iceland PetroChallenge keppnin.

FSN tekur nú í fyrsta sinn þátt í PetroChallenge- keppninni og er með eitt lið. Þessi keppni, sem er styrkt af Orkustofnun, snýst um að nota hermiforrit til að leita að olíu og gasi á svæðinu kringum Ísland. Að þessu sinni taka þrír framhaldsskólar þátt í þessu, FSN, FAS og FÍV. Í liði FSN eru þær Harpa Dögg Ketilbjarnardóttir, Saga Björk Jónsdóttir, Silja Rán Arnarsdóttir og Sonja Sigurðardóttir. Liðið verður á fullu næstu tvo dagana og við óskum þeim alls hins besta. Silja Rán, Harpa Dögg, Saga og Sonja  

Íslenskunámskeið að hefjast

Byrjendanámskeið í íslensku sem er ætlað fullorðnum útlendingum sem eru búsettir hérlendis og hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli.   Icelandic Language Courses

Breyting á tímatöflu UMFG.

Enn á ný hafa verið gerðar breytingar á tímatöflu UMFG veturinn 2010-2010. Hér má sjá nýja tímatöflu og einnig undir flipanum íþróttir. 

Vinahúsið

Vinahúsið sem Grundafjarðardeild Rauði Krossins starfrækti s.l. vetur í samstarfi við Verkalýðsfélagið, Grundafjarðarbæ og Vinnumálastofnun mun hefja vetrarstarf sitt nú um mánaðarmótin. Til að styrkja starfsemina mun Vinahúsið hafa kaffisölu í húsi Verkalýðsfélagsins Borgabraut 2 n.k. föstudag 24. September. Kl. 14-16 Fólk er hvatt til að koma, fá sér kaffi og meðlæti og kynnast starfssemi Vinahússins. Starfsemin er ætluð fyrir alla þá sem hafa dottið út úr hlutverkum sínum í lífinu, vegna veikinda, slysa eða annarra áfalla eins og atvinnumissis..  

Hópleikurinn 2010-11

Hópleikurinn í getraununum byrjar núna 25. sept. Og er þetta 6. veturinn sem þessi leikur er í gangi. Leikurinn gengur út á það að tveir aðilar mynda hóp til að taka þátt í leiknum, en reglurnar eru þannig að í hóp verða að vera 2.