Guðmundur Runólfsson heiðursborgari Grundarfjarðar

  Laugardaginn 9. október hélt Guðmundur Runólfsson, útgerðarmaður, upp á 90 ára afmæli sitt með glæsibrag í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Við það tækifæri  útnefndi bæjarstjórn Grundarfjarðar hann heiðursborgara Grundarfjarðar. Það var gert til að sýna honum þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði. Hér má lesa ágrip af merkilegu lífshlaupi Guðmundar.  

Jökli dreift í Grundarfirði

Útgáfu Vikublaðsins Þeys í Grundarfirði hefur verið hætt og hefur útgefandi Jökuls því ákveðið að blaðinu verði hér eftir dreift í Grundarfirði auk Snæfellsbæjar. Bæjarblaðinu Jökli er dreift með Íslandspósti inn á hvert póstfang í þessum tveimur sveitarfélögum og því eru auglýsendur að fá talsvert meira fyrir peninginn en áður, auglýsingaverð verður óbreytt í Jökli fyrst um sinn.  

Stjórnlaganefnd - opinn borgarafundur. 13. október.

Borgarafundurum endurskoðun stjórnarskrárinnar Boðið er til opins borgarafundar um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Fundurinn verður haldinn í Háskólanum á Bifröst, 13. október og hefst kl. 13:00. Sjá nánar hér.  

Ákall frá Hvíta Rússlandi.

Rauða kross deild Grundarfjarðar þiggur allan barnafatnað, peysur, buxur, sokka, húfur, samfellur og taubleyjur, sem þú kæra fjölskylda ert aflögufær með. Næstu föstudaga frá kl. 14 -  16 munu hannyrðakonur hittast við bókasafnið og prjóna (frítt garn) eða breyta fatnaði sem fer í ungbarnapakkana 0 - 12 mán. Margt smátt gerir eitt stórt, í fyrra sendum við 43 pakka. Hér má sjá myndband frá afhendingu pakkanna í fyrra. 

Bleikur föstudagur

 Krabbameinsfélagið er með  bleikan mánuð eins  og flestir vita  og var ákveðið að sýna  samstöðu í dag og fá sem  flesta til að mæta í  einhverju bleiku í vinnuna  og skólann.  Kennarar og nemendur  grunnskólans sýndu  samstöðu og klæddust  bleiku eins og sést á  þessum myndum. Gaman að sjá hve allir eru jákvæðir og sýna mikla  samstöðu hvað  þetta varðar.

Fréttatilkynning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga leitar eftir samstarfi Starfsfólk FSN vinnur nú að stofnun nýrrar brautar við skólann. Vinnuheiti brautarinnar er Öryggis- og þjónustubraut og er stefnt að því innritun nemenda inn á brautina verði haustið 2012.  Um er að ræða tveggja ára nám. Með brautinni verður leitast við að auka námsframboð  og koma til móts við fleiri nemendur og samfélagið sem stendur að skólanum. Námið  er hugsað sem tækifæri fyrir þá nemendur sem vilja vera vel undirbúnir fyrir þátttöku í atvinnulífinu. Brautin er góður grunnur fyrir frekara nám og býður upp á undirbúning fyrir ólíkar greinar atvinnulífsins

Sushi námskeið

Námskeiðið hefst með smá fyrirlestri um sushi og síðan verður sýnikennsla og að lokum fá allir að gera sjálfir og allir fá sér sushi að borða og taka að sjálfsögðu sushi með sér heim. Það eina sem þið þurfið að taka með ykkur er penni og blað.  Allskonar varningur sem tengist Shusi verður til sýnis og fróðleiks á staðnum. Grunnskólanum  Ólafsvík mið. 13. Okt. kl. 18:30 Leiðbeinandi: Snorri Birgir Snorrason kokkur.Verð: 10.500. Skráning í síma 437 2390 eða skraning@simenntun.is  

Bæjarstjórnarfundur

127. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 7. október 2010 kl. 16:30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.

Bólusett verður frá kl. 11-12 alla virka daga vikuna 11.-15. október. Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann. Fyrirtæki eiga möguleika á að fá þessa þjónustu inn í fyrirtækið ef þess er óskað. Pöntunarsími: 430-6800 alla virka daga milli 9-12 og 13-16. Mælt er sérstaklega með bólusetningu allra 60 ára og eldri, allra fullorðinna og barna með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Einnig þá sem annast fólk með aukna áhættu.   Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald til stöðvarinnar, en þeir sem taldir eru upp hér að framan fá bóluefnið frítt. Munið að framvísa afsláttar-og/eða örorkuskírteinum við komuna. Einnig minnum við á lungnabólgubólusetningar handa öllum 60 ára og eldri og þeim sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum.  Þessi bólusetning er æskileg á 10 ára fresti.  

Bleikur október

Grundarfjarðardeild Krabbameinsfélags Íslands hefur ákveðið að lýsa upp heilsugæslustöðina við Hrannarstíg í októbermánuði. Bleiki liturinn á að minna okkur á að kaupa bleiku slaufuna til styrktar leit að krabbameini hjá konum. Einnig minnir bleiki liturinn, alla á nauðsyn þess að konur fari í krabbameinsleit og fylgist reglulega með líkama sínum.