- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íþróttamaður ársins var heiðraður á aðventudegi kvenfélagsins í samkomuhúsinu í gær, fyrsta sunnudag í aðventu. Hlutskarpastur í kjörinu varð knattspyrnumaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson sem lék vel með Víking Ólafsvík á síðustu leiktíð og var einnig fyrirliði liðsins.
Þorsteinn Már var atkvæðamikill í liði Víkings í sumar, lék 20 leiki og skoraði þrjú mörk Þorsteinn er einn af lykilmönnum Víkings Ólafsvík og verður það væntanlega áfram á næsta tímabili þegar liðið freistar þess að bæta árangur sinn frá því í sumar.
Þorsteini Má eru færðar innilegar hamingjuóskir með þennan glæsilega titil sem hann hlýtur nú í þriðja sinn.
Alls bárust fimm tilnefningar til kjörsins á íþróttamanni Grundarfjarðar árið 2016 frá mismunandi íþróttagreinum. Tilnefningarnar eru þessar í stafrófsröð:
Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir - Skotfélagið Skotgrund
Pétur Vilbergur Georgsson - golf
Przemyslaw Andri Þórðarson - körfuknattleikur
Svana Björk Steinarsdóttir - blak
Þorsteinn Már Ragnarsson - knattspyrna