- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Eins og flestir Grundfirðingar vita er bærinn Paimpol á Bretaníuskaga í Frakklandi
Frá stofnfundi Grundapol |
Vinabæjarfélag GRUNDA.POL í Frakklandi var stofnað fyrir nokkrum árum síðan. Undanfarið hefur undirbúningsnefnd, skipuð Eyþóri Björnssyni og Johönnu Van Schalkwyk, verið að vinna að stofnun sambærilegs félags í Grundarfirði. Nefndin hélt tvo fundi og var leitað eftir viðhorfum fólks til stofnunar sérstaks félags til að styðja við vinabæjasamskiptin. Óskað var eftir hugmyndum um markmið og leiðum í starfsemi slíks félags. 2. apríl 2012, kom svo loksins að því að stofnað var áhugamannafélag í Grundarfirði sem ber heitið:
Grundapol á Íslandi - vinabæjarfélag Paimpol og Grundarfjarðarbæjar.
Sérstaklega ánægjulegt var að Marie-Madeleine Geffroy, formaður systurfélagsins í Paimpol, var á stofnfundinum. Frakkar fagna mjög þessu framtaki og ekki síður kirkjukórinn okkar sem fer í heimsókn til Paimpol í byrjun maí.
Vinabæjarfélag Grundapol á Íslandi er áhugamannafélag og er tilgangur þess að styðja við vinabæjartengsl milli bæjanna. Aðalmenn í stjórn eru Ásta Guðnadóttir, María Magðalena Guðmundsdóttir og Johanna Van Schalkwyk. Varamenn eru Hjördís H. Bjarnadóttir, Shelagh Smith og Kamilla Gísladóttir. Frekari upplýsingar um stofnfundinn, samþykktir, stjórn og ymislegt annað tengt Paimpol er aðgengilegt á vefnum.
Undirbúningsnefnd þakkar sérstaklega Sigríði Finsen, Inga Hans Jónssyni og Björgu Ágústsdóttur sem lögðu góðan grunn að félaginu. Svo á Björg líka miklar þakkar skildar fyrir undirbúningsvinnu vegna stofnfundarins.
Viva Grundapol!
Undirbúningsnefndin
Marie-Madeleine Geffroy, Björg Ágústsdóttir og María Magðalena Guðmundsdóttir. Að baki þeim sést í Inga Hans Jónsson |
Hjördís, María, Shelagh, Johanna og Marie-Madeleine |