- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagana 2.-5. apríl verða góðir gestir í heimsókn í Grundarfirði en það eru nemendur og kennarar úr sjómannaskóla í Paimpol, vinabæ okkar í Frakklandi.
Á þriðjudag og miðvikudag munu þeir skoða sig um í bænum og munu m.a. fræðast um starfsemi G.Run, Fisk Seafood og Soffaníasar Cecilssonar hf. Að auki munu þeir líta við í Sögumiðstöinni.
Vegna heimsóknarinnar verður franska fánanum flaggað í fánaborg við heilsugæsluna, gestum okkar til heiðurs.