- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sýningin er byggð á sögunni af Axlar-Birni og sækist eftir að nýta sér leikhúsformið til fulls til að segja sögu morðingjans. Áhorfendur taka virkann þátt í sýningunni sem er allt í senn blóðbað, sögustund með raðmorðingja og karíókíkvöld.
Í þessari sýningu er saga morðingjans sögð út frá hans sjónarhorni og lítur Björn og þessa kvöldstund í leikhúsinu sem sína eigin syndaaflaus. Góðir Hálsar fékk frábærar viðtökur í ágúst þegar hún var frumsýnd og fékk meðal annars 4 stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðins.
Sýningin var frumsýnd í Frystiklefanum í ágúst 2011 en er nú tekin upp að nýju.
Leikstjórar eru Árni Grétar Jóhannsson og Kári Viðarsson, leikarar eru Alexander Roberts, Ingi Hrafn Hilmarsson, Kári Viðarsson og Snædís Ingadóttir
Sýningin er 70 mínútur að lengd og er ekki við hæfi barna undir 12 ára aldri.
Sýnt er í Frystiklefanum Rifi 22. jan. kl. 17.00 og 29. jan. kl. 17.00
Miðaverð er 2500 kr. og miðasala: frystiklefinn@gmail.com og í síma 865-9432.
Frétt úr Jökli 12.01.2012.