- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir tilboðum í endurskipulagningu smábátahafnar sem felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpla, byggingu flotbryggju ásamt landgangi og uppsetningu.
Helstu magntölur:
Dýpkun: um 4.130 m3
Flokkað grjót og kjarni: um 1.450 m3
Landstöpull: 1 stk
Flotbryggja: 50m
Verkinu skal lokið eigi síðar en 11. nóvember 2011.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi og Bæjarskrifstofu Grundarfjarða, Grundargötu 30, Grundarfirði frá og með þriðjudeginum 21. júní 2011 gegn 5.000 kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtudaginn 7. júlí 2011, kl. 11:00