Af vef Skessuhorns 15.3.2011
Atvinnuvega- og samfélagssýningin „Heimurinn okkar“ verður haldin í Grundarfirði nk. laugardag 19. mars. Það er FAG, félag atvinnulífsins í Grundarfirði sem stendur fyrir sýningunni. Þegar Skessuhorn ræddi við Jónas Víði Guðmundsson markaðsfulltrúa Grundarfjarðar í gær var sýnt að þátttaka yrði góð á sýningunni. Um 40 aðilar höfðu þá fest sér sýningarbás, þar af 21 fyrirtæki og stofnanir og 15 félagasamtök, fyrir utan svokallaða aðra aðila, en þeir eru m.a. Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem verður með stóran kynningarbás og aðstandendur sýningarinnar, FAG, en það félag var stofnað árið 1997.