- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar heldur stórtónleika fimmtudaginn 24. mars og verða þeir í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga klukkan 19:30. Á meðal laga á efnisskránni má nefna lög eftir meistaranna í Coldplay og Muse, ásamt mörgum öðrum listamönnum sem eiga lög á þessum sannkallaða stórviðburði í menningarlífi Grundarfjarðar.
Ýmsir gestir leika og syngja með lúðrasveitinni en þar má helst nefna Jóhönnu Guðrúnu.
Á árinu 2010 voru einnig haldnir stórtónleikar þar sem kvikmyndatónlist fékk að hljóma en nú er það rokkið sem hljómar næstkomandi fimmtudagskvöld. Þetta er eitthvað sem enginn má missa af en þess má geta að vel yfir 200 manns mættu á síðustu tónleika sveitarinnar.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn.
Veitingasala á staðnum og allur ágóði af tónleiknum rennur í ferðasjóð lúðrasveitarinnar.
Rokk og lúðrar fimmtudaginn 24. mars kl. 19:30. Ómissandi stórtónleikar!!!!