Jólatónleikar tónlistarskóla Grundarfjarðar 2011.

  Jólatónleikar tónlistarskólans voru haldnir síðastliðinn fimmtudag þann 15. desember í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nemendur léku listir sínar af stakri snilld fyrir gesti sem fóru alsælir heim eftir frábæra tónleika og ljúfa stund. Fullt var út úr dyrum og kom fólk víða að, s.s. frá Akranesi og Reykjavík. Óhætt er að segja að jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar eigi sér fastan sess í hugum margra og sé orðinn ómissandi hluti af jólahátíðinni.  Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.

Fjárhagsáætlun 2012

Fjárhagsáætlun ársins 2012 var samþykkt samhljóða við síðari umræðu í bæjarstjórn 15. desember sl. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á góða samvinnu beggja lista í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar og hefur það fyrirkomulag gengið mjög vel.   Þess má geta að við fyrri umræðu í bæjarstjórn lagði oddviti minnihlutans fram fjárhagsáætlun ársins, en hann stýrði þeim fundi sem varaforseti bæjarstjórnar. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi gerst áður.   Hér að neðan er rekstraryfirlit og helstu tölur ásamt greingargerð bæjarstjóra við fjárhagsáætlun.  

Jólatónleikar í Grundarfjarðarkirkju.

Sunnudaginn 18. desember nk. verða haldnir jólatónleikar í Grundarfjarðarkirkju þar sem Svafa Þórhallsdóttir, óperusöngkona, syngur íslensk sönglög og jólaklassík við undirleik Zsolt Kántor. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 Frír aðgangur. 

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 17. desember 2011 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 14.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari. 

Jólatónleikar Tónlistarskólans.

Jólatónleikar Tónlistarskólans verða haldnir fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 16.00 í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hlökkum til að sjá ykkur. 

Bæjarstjórnarfundur

144. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember 2011, kl. 18:30 í  Samkomuhúsinu.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og öllum velkomið að fylgjast með því sem fram fer.  

Styrkir Menningarráðs - umsóknarfrestur rennur út 10. desember.

Minnt er á að umsóknarfrestur vegna styrkja úr Menningarráði Vesturlands fyrir árið 2012 rennur út 10. desember nk. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Hægt er að nálgast rafrænar umsóknir á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands. Ennfremur er minnt á að frestur fyrir lokauppgjör þeirra sem fengu styrk þetta árið er 15. desember nk. Lokaskýrslu er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands. Ef ekkert verður úr verkefnum síðasta árs gengur sá peningur inn í næstu úthlutun.

Nýjar bækur á bókasafninu.

Nýjar bækur Jólablöð – tímarit – handavinna Um jólin er opið alla virka daga kl. 15-18, nema föstudaga.   Kynnið ykkur nýju samþættu leitargáttina, Leitir.is.  

Bæjarstjórnarfundur

143. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 8. desember, kl. 16:30 í Samkomuhúsinu.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og fylgjast með því sem fram fer.  

Jólaföndur í leikskólanum

Sunnudaginn 11. desember nk. kl. 15.00 verður jólaföndur foreldrafélags leikskólans.Þennan sunnudag ætlum við að eiga góða stund saman við að mála piparkökur, sötra rjúkandi heitt súkkulaði og föndra. Verð er einungis 500 kr. á fjölskyldu og eru ömmur, afar og aðrir ættingjar velkomnir.   Hlökkum til að sjá sem flesta, Foreldrafélagið