Eldvarnarvika slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

  Á undan förnum árum hafa orðið allt of margir brunar í heimahúsum þar sem að fólk hefur rétt sloppið og þá oftast fyrir tilstilli reykskynjara. Því viljum við hjá slökkviliði Grundarfjarðar skora á húseigendur að yfirfara reykskynjara, skipta um rafhlöður a.m.k. einu sinni á ári. Gert er ráð fyrir að reykskynjari endist í allt að 10 ár en þá þarf að endurnýja. Gott er að prófa skynjaran einu sinni í mánuði með því að ýta á takkann sem er á skynjaranum og á hann þá að gefa frá sér hljóðmerki ef hann er í lagi.

Dagur íslenskrar tungu

    Í Grunnskóla Grundarfjarðar var haldið upp á Dag íslenskrar tungu á einstaklega skemmtilegan hátt. Eldri nemendur unnu með yngri nemendum að ýmsum verkefnum sem voru útbúin upp úr bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.  Gaman var að fylgjast með nemendum í þessari samvinnu og sérstaklega var gaman að sjá hve eldri nemendur tóku hlutverk sitt alvarlega. 

Vel sóttur íbúafundur

  Um 50 Grundfirðingar sóttu íbúafund sem haldinn var 15. nóvember sl. Á fundinum fóru Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri, yfir helstu mál sem unnið er að á vettvangi bæjarins auk þess sem farið var yfir helstu fjárhagstölur.  

Íbúafundur í Grundarfirði

Íbúafundur verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 15. nóvember n.k. kl. 20:00. "Hver er staðan og hvað er mikilvægast"? Vonumst til að sjá sem flesta. Bæjarstjórn. 

Er lögheimili rétt skráð?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.  

Leitir.is - nýi leitarvefurinn

Nú geturm við farið í leitir allan ársins hring. Beta.gegnir.is sem margir hafa nýtt sér undanfarið ár hefur fengið nýtt nafn. Leitir.is er leitarvefur sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, gagnasöfnum með stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi, Hvar.is. Til hamingju Ísland! Norrænn húmor.   Munið einnig upplesturinn við kertaljós í kvöld kl. sex, kl. 18:00.   Lesið fyrir börn og fullorðna. Safi, te og kaffi á könnunni.

Vinnufundur vegna undirbúnings að stofnun vinabæjarfélagsins Grundapol á Íslandi.

Vinnufundur vegna undirbúnings að stofnun Vinabæjarfélags Grundarfjarðar og Paimpol verður haldinn í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, mánudaginn 14. nóvember n.k. kl. 19:30 

Innritun í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga býður upp á fjölda áfanga í fjar- eða dreifnámiá vorönn 2012       Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjar- eða dreifnemendur við FSN.

Karíus og Baktus í Samkomuhúsinu.

 

Karlakaffi, hvað er nú það?

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á opið "karla kaffihús" í húsi verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 frá kl. 14.30 - 17.00 á þriðjudögum. Þetta er tilraunaverkefni og ekki ætlað neinum sérstökum hóp heldur eru allir karlar velkomnir sem ekki eru við neitt sérstakt bundnir á þessum tíma. Endilega kippið nú hvor í annan og látið sjá ykkur.   Undirbúningsnefndin.