Bæjarstjórnarfundur

121. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar, miðvikudaginn 9. júní 2010, kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Duglegar stelpur héldu tombólu fyrir vatnsrennibraut

Vinkonurnar Alma Jenný og Nadezda héldu tombólu á dögunum til styrktar vatnsrennibraut í sundlauginni. Þær söfnuðu alls 4.606 kr. sem voru lagðar inn á söfnunarreikning. Þeim er kærlega þakkað fyrir dugnaðinn. 

Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar 4-6 júní

Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt og skemmtileg og alir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Góða skemmtun.   Til hamingju með daginn sjómenn.   Föstudag: Kl.17:30 Golfmót G.Run skráning á golf.is eða á staðnum. Keppt verður með Texas Greensome fyrirkomulagi vanur/óvanur. Sjá einnig upplýsingar á golf.is Kl.23:30 Ball í samkomuhúsinu hljómsveitin Í Svörtum Fötum leikur fyrir dansi.    

Góð heimsókn.

    Það er orðinn fastur liður að fulltrúar frá sjómannadagsráði mæti í Leikskólann Sólvelli og hiti upp fyrir helgina.  Í morgun í góðu  veðri mættu Gummi og Steinar.   

Sjómannadagurinn í Grundarfirði

Skessuhorn 4. júní 2010: Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Grundarfirði um helgina sem og annarsstaðar í sjávarplássum. Það eru nokkrir ungir Grundfirðingar sem sjá um dagskrána að þessu sinni, þar á meðal Jón Frímann Eiríksson sem Skessuhorn ræddi við. Hann segir að dagskráin hefjist á föstudeginum með hinu árlega golfmóti G.Run. Á laugardeginum verða farnar skemmtisiglingar í boði útgerða og síðan hefst hátíðardagskrá á bryggjunni kl. 13.30. Þar verður keppni milli áhafna, vinnustaða og saumaklúbba en keppt verður í brautinni frægu, bætningu og pokahnút. Seinni part dags, eða klukkan 16, verður knattspyrnuleikur á Grundarfjarðarvelli, en þar eigast við Grundarfjörður og KB. Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur hins nýskipaða Grundarfjarðarliðs. 

Siggi Hösk með tónleika 4. júní

Siggi Hösk og hljómsveit  heldur tónleika í Ólafsvíkurkirkju n.k. föstudagskvöld, 4. júní og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna inniheldur ný lög úr smiðju Sigga.  Textar allra laganna eru eftir Braga heitinn Jónsson, fyrrum bónda að Hoftúnum í Staðarsveit.  Bragi, sem notaði gjarnan skáldaheitin „Refur bóndi“, gaf út nokkrar ljóðabækur um ævina enda hagyrðingur góður.

Þjóðarátak í þágu ferðaþjónustu

Af mbl.is, 3. júní 2010.   Í dag fer fram þjóðar- og markaðsátak fyrir innlenda ferðaþjónustu. Stefnt er að því að virkja íslenskan almenning til að vekja athygli erlendra ferðamanna á landi og þjóð. Átakið nefnist Þjóðin býður heim og er framkvæmt til að sporna við þeim skaða sem eldgos og öskuský hafa valdið ferðamannaþjónustu landsins.   Á vef Ferðamálastofu má sjá ýtarlega umfjöllun um átakið og þar er einnig hægt að nálgast myndband sem gert hefur verið við lag Emilíönu Torrini sem fólk er hvatt til að dreifa sem víðast til að vekja athygli á landi og þjóð.   Vefsíða Ferðamálastofu www.inspiredbyiceland.com  

Tímatafla UMFG

Búið er að setja inn tímatöflu UMFG fyrir sumarið 2010. Töfluna má skoða undir flipanum "íþróttir" og einnig hér.