- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Siggi Hösk og hljómsveit heldur tónleika í Ólafsvíkurkirkju n.k. föstudagskvöld, 4. júní og hefjast þeir kl. 20.30.
Efnisskrá tónleikanna inniheldur ný lög úr smiðju Sigga. Textar allra laganna eru eftir Braga heitinn Jónsson, fyrrum bónda að Hoftúnum í Staðarsveit. Bragi, sem notaði gjarnan skáldaheitin „Refur bóndi“, gaf út nokkrar ljóðabækur um ævina enda hagyrðingur góður.
Yrkisefni þeirra ljóða sem nú prýða ný lög Sigga Hösk eru um mannlífið, reynsluheim skáldsins og náttúrulífsmyndir úr umhverfi skáldsins.
Flytjendur auk Sigga Hösk sem sjálfur syngur og leikur á gítar eru:
Erla Höskuldsdóttir, söngur og raddir; Örn Arnarson, hljómborð og raddir; Sigurður Gíslason, gítar; Sigurður Elinbergsson, bassi og Sveinn Þór Elinbergsson, slagverk.
Aðgangseyrir er 1000 kr.