- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Af mbl.is, 3. júní 2010.
Í dag fer fram þjóðar- og markaðsátak fyrir innlenda ferðaþjónustu. Stefnt er að því að virkja íslenskan almenning til að vekja athygli erlendra ferðamanna á landi og þjóð. Átakið nefnist Þjóðin býður heim og er framkvæmt til að sporna við þeim skaða sem eldgos og öskuský hafa valdið ferðamannaþjónustu landsins.
Á vef Ferðamálastofu má sjá ýtarlega umfjöllun um átakið og þar er einnig hægt að nálgast myndband sem gert hefur verið við lag Emilíönu Torrini sem fólk er hvatt til að dreifa sem víðast til að vekja athygli á landi og þjóð.