Ályktun bæjarstjórnar á fundi 12. nóvember 2009 vegna umræðu um skatta og álögur

„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af lausafregnum um álagningu nýrra skatta og verulegri hækkun eldri skatta.  Í fjölmiðlum berast nú daglega fregnir af  óútfærðum hugmyndum um hækkun skatta og upptöku nýrra.    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hvetur til ábyrgrar og hófstilltrar umræðu um fjármál og skattakerfi ríkisins á vettvangi Alþings og ríkisstjórnar. Bæjarstjórnin hvetur til þess að við mótun tillagna um skatta og álögur verði þess gætt að ójöfnuður á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis aukist ekki.“ 

Dagur íslenskrar tungu

Leikskólinn Sólvellir í 30 ár á Sólvöllum 1, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni verða nemendur með skemmtun í leikskólanum klukkan 10:00. Einnig ætlum við að halda hátíðlegt að þann 15. nóvember eru liðin 30 ár frá því að leikskólinn flutti í húsnæðið að Sólvöllum 1 og verður afmælið í framhaldi af skemmtuninni. Foreldrar og aðrir gestir eru sérstaklega boðnir velkomnir. Allir í leikskólanum.  

Vísindavaka í Ólafsvík

W23 hópurinn stendur fyrir vísindavöku laugardaginn 13. nóvember í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Stendur dagskráin frá 13:00-15:30. Þarna mun W23 hópurinn kynna starfsemi sína og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi. Þarna verður margt áhugavert í boði fyrir alla aldurshópa og upplagt fyrir fjölskylduna alla að skella sér.   Hér má finna dagskrá.  

Ljóð í náttúru

Föstudaginn 13. nóvember verður ljóðasýning í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hjá Vör.   Nánar hér.

111. bæjarstjórnafundur

111. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 12.nóvember 2009 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Opinn fundur um minkaveiðiátak

Opinn fundur um minkaveiðiátak verður á Ráðhúsloftinu, Hafnargötu 3 í Stykkishólmi, þriðjudaginn 17. nóvember nk. kl. 13-15. Á fundinum verður farið yfir minkaveiðiátakið sem hefur staðið yfir á Snæfellsnesi og í Eyjafirði s.l. þrjú ár. Þar verður kynnt framvinda átaksins og hvernig það hefur gengið. Einnig verða umræður um átakið og hvað tekur við að því loknu.  Allir velkomnir.  

Pub Quiz í kvöld

Hið gríðar vinsæla Pub Quiz eða Kráarviska, heldur áfram í kvöld 10. nóv. á Kaffi 59. Spurningakeppnin hefst kl 21:00 og er þemað að þessu sinni almenn viska eða "common knowledge"   Þetta kostar aðeins 500 kr á mann og rennur allur aðgangseyrir óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu. Endilega mætið, styðjið strákana og umfram allt, skemmtið ykkur vel.   Meistaraflokksráð.  

Blakleikur

Heimaleikur UMFG karla mánudaginn 9.11. kl. 20.30. UMFG - Afturelding í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Mætum öll og styðjum strákana til sigurs.

Norræna bókasafnavikan

Upplestur við kertaljós mánudaginn 9. nóv. kl. 17:30. Sjá meira á vefsíðu Norrænu bókasafnavikunnar. 

Eru allir með lögheimili sitt skráð á réttum stað ?

Fyrir 1. desember þurfa allir að vera með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu.  Þetta er mikilvægt svo öll réttindi sem fylgja lögheimili séu tryggð.  Skorað er á þá sem eiga eftir að tilkynna um flutning og nýtt lögheimili að ljúka því sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir næstu mánaðamót.