Umsóknarfrestur framlengdur vegna styrkja Menningarráðs Vesturlands

Umsóknarfestur vegna styrkja Menningarráðs Vesturlands hefur verið framlengdur til 10. janúar n.k.  Allar upplýsingar um styrki og umsóknir Menningarráðs Vesturlands má nálgast á heimasíðunni www.menningarviti.is og er fólk eindregið hvatt til að sækja um til að auðga menningarlífið hér í Grundarfirði. 

Þrettándabrenna

Þrettándabrenna verður haldin n.k. sunnudag inn í Kolgrafarfirði á svipuðum slóðum og hún var haldin fyrir ári síðan. Vekjum athygli á breyttum tíma á brennunni en áætlað er að búið verði að kveikja í klukkan 17.30. Björgunarsveitin mun vera með flugeldasýningu og möguleiki er á að álfar, tröll og jafnvel Grýla og fleira skemmtilegt söngfólk mæti á staðinn. Einnig á að bjóða upp á heitt kakó og munu foreldrar barna á miðstigi sjá um það líkt og áður. Minnum því foreldra á að koma með einn kakóbrúsa fyrir sitt barn og koma með á staðinn. Vonandi sjáum við  sem flesta og fáum gott veður. Með bestu kveðju, Stjórn foreldrafélags grunnskólans. 

Áhaldahúsið sækir jólatrén

Boðið verður upp á það mánudaginn 7. janúar og þriðjudaginn 8. janúar n.k. að þeir sem vilja geti losnað við jólatrén með því að setja þau út fyrir lóðamörkin (á gangstétt eða götu).  Starfsmenn áhaldahússins munu fara um og taka þau jólatré sem sett hafa verið út þessa tvo framangreindu daga.