- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Haldinn var samráðsfundur bæjarstjórnar og fulltrúa frá Orkuveitu Reykjavíkur um heitavatnsleit fimmtudaginn 17. janúar sl. Á fundinum komu fram upplýsingar um stöðu málsins og upplýst var um hver næstu skref verða í leit að heitu vatni. Boraðar verða hitastigulsholur í Hraunsfirði eftir nokkrar vikur til þess að kortleggja betur sprungusvæði þar. Vonast er til þess að staður fyrir borun vinnsluholu verði fundinn þegar kemur lengra fram á árið. Orkuveitan gaf út fréttatilkynningu um stöðuna og má nálgast hana hér.