- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Gunnar Pétur Gunnarsson, slökkviliðsstjóri, er að hefja störf í álverinu á Reyðarfirði eftir fáa daga og verður þ.a.l. ekki lengur við störf fyrir slökkviliðið í Grundarfirði. Gunnar hefur sagt stöðu sinni lausri sem slökkviliðsstjóri Grundarfjarðar. Þangað til ráðið hefur verið í stöðu slökkviliðsstjóra, mun Valgeir Þ. Magnússon, varaslökkviliðsstjóri, stjórna slökkviliði Grundarfjarðar.
Gunnari Pétri eru þökkuð góð störf í þágu slökkvliðsins og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.