Útivistarreglurnar

 

Stjórn HSH vill minna á að

Aðildarfélög HSH skili árlega tilnefningu eins íþróttamanns hverrar iðkaðrar greinar viðkomandi félags, til aðalstjórnar eigi síðar en 10. nóvember.   Með tilnefningunni skal fylgja greinargerð um íþróttalegan árangur, svo sem met, ástundun við æfingar og fl.     Miðað skal við viðkomandi sé 15 ára og eldri.   Hvert fagráð velur íþróttamann sinnar greinar úr tilnefningum sem borist hafa frá aðildarfélögum.   http://www.hsh.is

Auglýsing eftir umsóknum um lausa leiguíbúð fyrir eldri borgara

Íbúð nr. 4 í Hrannarstíg 18 er laus til umsóknar.  Íbúðin er 57,5 fermetrar að stærð. Í Hrannarstíg 18 eru átta íbúðir fyrir eldri borgara og eru gerðir um þær „leigusamningar með hlutareign“.  Greiða þarf búseturéttargjald sem getur verið á bilinu 10 - 20% af kostnaðarverði íbúðarinnar framreiknuðu með Byggingavísitölu.  Leiguverð ræðst af hlutfalli hlutareignar/búseturéttargjaldi sem viðkomandi greiðir. Húsnæðið Hrannarstígur 18 er sambyggt Dvalarheimilinu Fellaskjóli og er innangengt þar á milli.   Um leigu íbúðarinnar gilda reglur Grundarfjarðarbæjar um úthlutun íbúða fyrir eldri borgara.  Reglur þessar kveða á um tekju- og eignamörk og aðrar aðstæður umsækjanda sem koma til mats við úthlutun íbúða í Hrannarstíg 18.  Um úthlutun leiguíbúða, tekju- og eignamörk og aðra þætti sem koma til mats við úthlutun íbúðanna gildir einnig reglugerð nr. 873/2001.

1x2 pistill

Eru B.P. komnir á skrið?   Það er langt síðan hópur hefur hækkað sig á milli helga um 14 sæti eins og B.P. gerði s.l. helgi, fór úr 16. sæti í annað sætið (Pálmi sennilega sett meiri kraft í olíuna).

Rökkurdagar settir með sýningu Sverris

  2. nóvember 2007 - frétt á vef Skessuhorns Rökkurdagar  í Grundarfirði voru formlega settir á Hótel Framnesi í gærkvöldi með sýningu áhugaljósmyndarans Sverris Karlssonar. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri setti sýninguna og bauð gesti velkomna. Einnig rakti hann dagskrá Rökkurdaga sem verður mjög fjölbreytt. Myndir Sverris á sýningunni eru 15 talsins og eru teknar víða um Snæfellsnes. Sverrir hefur tekið myndir í mörg ár og hefur meðal annars myndað fyrir Skessuhorn.     Á myndinni er Sverrir ásamt Guðmundi Inga bæjarstjóra og Shelagh Smith hótelstjóra, en hún átti afmæli þennan sama dag. Í afmælisgjöf gaf Sverrir henni ljósmynd að eigin vali.

Bæjarstjórnarfundur

85. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 8. nóvember 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn.  Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér. 

Telja að vel hafi tekist til í starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Almennt hefur tekist vel til í starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) og að fjöldi nemenda hafi orðið nokkru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir sem bendi til þess að skólinn hafi skapað sér tiltrú og uppfyllt þær væntingar sem til hans voru gerðar. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð hefur verið á starfsemi skólans. Nýlega er lokið úttekt sem menntamálaráðuneyti lét gera á Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN). Úttektin var unnin af Trausta Þorsteinssyni frá skólaþróunar-sviði Háskólans á Akureyri og Ásrúnu Matthíasdóttur frá kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Miðaðist úttektin við fyrstu þrjú árin í starfsemi skólans en hann tók tók til starfa haustið 2004. Frétt á vef Mbl.is

Rökkurdagar verða settir í kvöld

Rökkurdagar verða settir í kvöld, 1. nóvember kl 20:00, á Hótel Framnesi. Þar verður opnuð ljósmyndasýning Sverris Karlssonar. Sverrir er áhugaljósmyndari hér í Grundarfirði og til gamans má geta þess að hann er með heimasíðu sem er áhugavert að skoða.  http://www.123.is/sverrirk/default.aspx?page

Dagur íslenskrar tungu í grunnskólanum.

Nemendur grunnskólans verða með dagskrá í íþróttahúsinu, föstudaginn 16. nóvember, kl. 11.00 - 12.30. Dagskráin verður helguð minningu Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af tveggja alda fæðingarafmæli skáldsins. Allir hjartanlega velkomnir.