- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
2. nóvember 2007 - frétt á vef Skessuhorns |
Rökkurdagar í Grundarfirði voru formlega settir á Hótel Framnesi í gærkvöldi með sýningu áhugaljósmyndarans Sverris Karlssonar. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri setti sýninguna og bauð gesti velkomna. Einnig rakti hann dagskrá Rökkurdaga sem verður mjög fjölbreytt. Myndir Sverris á sýningunni eru 15 talsins og eru teknar víða um Snæfellsnes. Sverrir hefur tekið myndir í mörg ár og hefur meðal annars myndað fyrir Skessuhorn.
|
Á myndinni er Sverrir ásamt Guðmundi Inga bæjarstjóra og Shelagh Smith hótelstjóra, en hún átti afmæli þennan sama dag. Í afmælisgjöf gaf Sverrir henni ljósmynd að eigin vali. |