Nýja gámastöðin við Ártún verður formlega tekin í notkun með stuttri athöfn fimmtudaginn 5. október n.k. kl. 17:00. Íbúum Grundarfjarðar er boðið að koma á þeim tíma og skoða gámastöðina og aðstöðuna þar og þiggja veitingar milli kl. 17 og 18. Á nýju gámastöðinni er frábær aðstaða til þess að skila flokkuðum úrgangi í gáma. Gámarnir eru merktir hverri úrgangstegund svo auðvelt er að flokka rétt. Allir íbúar eru hvattir til þess að koma á fimmtudaginn og kynnast þessari nýju aðstöðu af eigin raun.

 

Bæjarstjóri