- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á morgun kl. 08:00 kemur skemmtiferðaskipið Funchal aftur til hafnar hér í Grundarfirði, en skipið var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjarðarhöfn þann 19.júní sl. Farþegar skipsins að þessu sinni eru Hollendingar og Belgar. Farþegar eru 450 talsins og þar af ætla um 100 þeirra að fara í heilsdagsferð en um 350 manns ætla í hálfsdagsferð og verða því komnir aftur hingað um 13:30. Brottför er kl. 20:00 þannig að meirihluti farþeganna kemur til með að eyða öllum deginum hér í bænum. Það er því kjörið tækifæri til að bjóða því upp á einhverjar uppákomur til þess að kynna bæinn okkar og skapa honum gott orðspor.
Í boði fyrir gesti og gangandi...
08:00 - Tekið verður á móti farþegum og áhöfn skipsins á Höfninni
14:00 - Tónleikar í Kirkjunni – Friðvik Vignir Stefánsson
15:00 - Fótboltaleikur milli heimamanna og áhafnar Funchal
16:00 - Hestasýning á félagssvæði Hesteigendafélagsins
17:00 - Tónleikar í Kirkjunni – Veronica Osterhammer syngur og Friðrik Vignir Stefánsson sér um undirleik
19:45 - Skipið kvatt á bryggjunni