Á morgun, laugardaginn 3. maí, verða grundfirskir listamenn á faraldsfæti. Sönghópurinn ,,Sex í sveit" mun syngja á sýningunni ,,Ferðatorg 2003” í Smáralind kl. 13.00 og kl. 15.40.
Þeim sex-sveitungum er þetta mikill heiður en þeir verða þarna sem fulltrúar Vesturlands á sýningunni. Þeir munu kynna hljómdisk sinn og syngja lög af honum.
Á sýningunni verða einnig atriði frá öðrum landshlutum.