Fundur í forvarnarhóp

Þriðjudaginn 4. mars, síðastliðinn var haldinn fundur í forvarnarhóp bæjarfélagsins. Á fundinn, sem haldinn var í Grunnskóla Grundarfjarðar, höfðu verið boðaðir; fulltrúi frá lögreglu, Tilveru, UMFG, ásamt skólastjóra grunnskólans og starfsmönnum frá félagsmiðstöðinni Eden. Einnig sátu fundinn fulltrúar í íþrótta- og tómstundanefnd ásamt skrifstofustjóra bæjarins. 

Öskudagur

Það var skrautlegur hópur er lagði leið sína á bæjarskrifstofuna í dag í tilefni öskudagsins. Teljum við að 100 krakkar hafi komið og sungið á bæjarskrifstofunni eftir hádegi og þáðu þau sælgæti að launum. Ennfremur var skemmtun hjá leikskólabörnum á leikskólanum, þar sem kötturinn var sleginn úr tunnu og boðið var upp á öskudagsskemmtun í samkomuhúsinu fyrir eldri börnin.

13 umsóknir um Rafrænt samfélag

Af vefnum www.rikiskaup.is (bein tilvitnun):   Í dag voru opnuð umslög með nöfnun þeirra sem vilja taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag. Það er Byggðastofnun sem stendur fyrir verkefninu en Ríkiskaup sér um framkvæmd forval og samkeppninnar. Alls lögðu þrettán sveitarfélög eða samtök þeirra inn umsókn sem er töluvert betri þátttaka en reiknað var með.  

Öskudagur - frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Á öskudaginn verður kennsla í skólanum til kl. 12.30en eftir það fá allir frí sem eiga að vera lengur í kennslu þann dag. Mörg ár eru síðan öskudagur hætti að vera lögboðinn frídagur en hér við skólann hefur oft verið starfsdagur kennara á öskudag og nemendur því í fríi.   Foreldrafélagið stendur fyrir öskudagsskemmtun í Samkomuhúsinu á öskudaginn og er skemmtun hjá 1.-5. bekk  kl. 16.00 til 17.30 og kl. 19.-21.00 hjá 6.-10. bekk. Diskótek verður fyrir eldri nemendur en aðgangseyrir er kr. 250. Boðið verður upp á pylsu og kók. 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum.  

41. Stjórnarfundur

41. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. mars 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík   Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Ingi Hans Jónsson (sem gestur).  

Rafrænt samfélag - umsókn tilbúin

Í dag var lögð lokahönd á umsókn Grundarfjarðarbæjar um þátttöku í samkeppni á vegum Byggðastofnunar um verkefnið ,,Rafrænt samfélag”. Skilafrestur er til kl. 14.00 á morgun og þá verður upplýst hvaða sveitarfélög það eru sem sækja um þátttöku.   Vegna þess að um er að ræða samkeppni sveitarfélaga er ekki skynsamlegt að birta opinberlega umsókn Grundfirðinga, en vísað er til fyrri umfjöllunar í bæjardagbók.