- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á öskudaginn verður kennsla í skólanum til kl. 12.30en eftir það fá allir frí sem eiga að vera lengur í kennslu þann dag. Mörg ár eru síðan öskudagur hætti að vera lögboðinn frídagur en hér við skólann hefur oft verið starfsdagur kennara á öskudag og nemendur því í fríi.
Foreldrafélagið stendur fyrir öskudagsskemmtun í Samkomuhúsinu á öskudaginn og er skemmtun hjá 1.-5. bekk kl. 16.00 til 17.30 og kl. 19.-21.00 hjá 6.-10. bekk.
Diskótek verður fyrir eldri nemendur en aðgangseyrir er kr. 250. Boðið verður upp á pylsu og kók. 10. bekkur verður með sjoppu á staðnum.