„Unga fólkið og heimabyggðin“

Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa fyrir  verkefni  fyrir nemendur 12 ára og eldri.  Markmið verkefnisins er m.a. að efla bjartsýni unga fólksin á framtíðina, að unga fólkinu finnist að framlag þess skipti máli og á það sé hlustað, efli þjóðarvitund og að unga fólkið kynnist betur sinni heimabyggð.  

Sorphirða

Sorphirða verður í dag mánudaginn 26. janúar. 

Sveinn Þór Elínbergsson ráðinn forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Sveinn Þór Elínbergsson   Á síðasta hausti var auglýst eftir nýjum forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (fssf).  Albert Eymundsson hefur sagt því starfi lausu, en hann hefur gegnt því frá því í september 2006.  Stjórn fssf samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Svein Þór Elínbergsson, aðstoðarskólastjóra Smáraskóla í Kópavogi, í starfið.  Sveinn var áður skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar og er frá Ólafsvík.  Sveinn mun hefja störf á vormánuðum.  Sveinn Þór er boðinn velkominn til starfa á þessum vettvangi.

Komdu í land

  Dagana 15. og 16. janúar var haldinn vinnufundur á Hótel Framnesi. Tilefnið var verkefnið Komdu í land sem skipulagt er af Útflutningsráði, Ferðamálastofu og Cruise Iceland samtökunum. Markmið þess er að efla byggðarlög sem taka á móti skemmtiferðaskipum, sérstaklega í að byggja upp aukna þjónustu fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa. Mjög mikill áhugi var á verkefninu hér í Grundarfirði og mættu flestir sem málið varða til leiks. Það var mikill kraftur í fundarmönnum og margar skemmtilegar hugmyndir voru lagðar fram. Nú á næstu dögum verður gerð samantekt vinnufundarins og í framhaldi verður unnið áfram að verkefninu.  

Þorskkvóti aukinn

Fram kemur á mbl.is í dag að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi gefið út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski er aukinn um 30 þúsund tonn. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn í stað 130 þúsund tonna.

Northern Waves haldin í annað sinn

  Alþjóðlega Stuttmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í annað skiptið helgina 27. febrúar næstkomandi til 1. mars í Grundarfirði. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í febrúar 2008 og vakti mikla ánægju meðal Grundfirðinga og allra þeirra sem að sóttu hátíðina heim. Vegna mikillar hvatningar hefur hátíðin nú verið gerð að árlegum viðburði. Í ár hafa borist rúmlega 90 stuttmyndir og tónlistarmyndbönd frá 15 löndum. Aðeins 50 af þessum myndum verða þó sýndar í ár og er samkeppnin mun harðari en í fyrra.  

Sorphreinsun

Sorphreinsun verður í dag fimmtudaginn 15 janúar. 

Eldri borgarar athugið

Spilasamveran sem átti að vera á hótel Framnesi   fimmtudaginn 15 janúar færist í Samkomuhúsið á sama tíma. Annað óbreytt  

Tónleikar tókust vel

Tónleikar ungsveita í Grundarfirði á sunnudaginn tókust vel. Fjöldi manns mætti og hlýddi á kröftuga tónlist. Yfir 50.000 krónur söfnuðust fyrir bræðurna Jón Þór og Valdimar. Fleiri myndir hér.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Hér má sjá landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn í desember 2008 ásamt samanburðartölum síðustu ára. Einnig má sjá  heildartölur landaðs afla í Grundarfjarðarhöfn síðustu ára.