Sorphirða

Vinsamlegast athugið að sorphirða sem átti að vera í dag frestast til klukkan 13:00 á morgun vegna veðurs.  Einnig er fólki bent á að gámastöðin lokar ef vindhraði fer yfir 20 metra á sek.

103. fundur bæjarstjórnar

103. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í samkomuhúsinu á fimmtudaginn 19. mars klukkan 16:15. Og eru allir velkomnir að mæta og hlýða á það sem fram fer. Fundarboð og dagskrá má nálgast hér.

Bókaverðlaun barnanna og örugg netnotkun

Krakkar! Munið að skila kjörmiðum til bókasafnsins fyrir 20. mars. Lesendur á aldrinum 6-12 ára geta valið bestu barnabækurnar af þeim sem komu út árið 2008. Við drögum úr innsendum seðlum og veitum smá verðlaun.   Örugg netnotkun. Minnispunktar fyrir þá sem mættu og hina sem sátu heima. Kveðja, Sunna á bókasafninu.

Hamingja í heimabyggð

 Þriðjudagskvöldið 31. mars nk. munu Kvarnir - áhugahópur um framtíð Snæfellsness boða til íbúafundar í Grundarfirði. Rætt verður þar um allt það sem íbúar telja að við getum gert til að láta hamingjuna blómstra hér á Nesinu, þrátt fyrir umrót í samfélaginu. Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðunum.

Heilbrigði og hreysti

Þemadagar í Grunnskóla Grundarfjarðar 16.-19. mars 2009 Nú standa yfir þemadagar í skólanum og mikið um að vera hjá nemendum. Skóladagurinn byrjar á hollum morgunverði þar sem nemendum er boðið upp á hafragraut og lýsi og síðar ávexti eins og alla aðra daga. Á yngsta stigi er m.a. lögð áhersla á söng og hreyfingu ásamt því að finna út hvaða matur er hollur og hvaða matur er óhollur.       

BLAK BLAK BLAK BLAK

Íþróttahúsinu Grundarfirði. Allra síðasti heimaleikur UMFG karla. Fimmtudaginn 19.3. 2009 kl: 20.00 (átta) UMFG– Afturelding 15 ára og yngri frítt 16 ára og eldri 500.

SAFT fyrirlestur

Fyrirlestur á vegum SAFT verður haldin í F.S.N. í dag 17. mars klukkan 20.00. Foreldrafélag grunnskólans býður foreldrum og forráðamönnum barna í skólanum að koma og hlusta á erindið, en markmiðið er m.a. að benda á jákvæða og örugga notkun netsins. Hér má skrá sig á fyrirlesturinn. Kveðja Foreldrafélag Grunnskóla Grundarfjarðar

Forsetinn heimsækir Grundarfjörð

  Fimmti forseti lýðveldisins Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heimsækir Grundarfjörð miðvikudaginn 18. mars. Forsetinn hittir bæjarfulltrúa og embættismenn um morguninn. Síðan heimsækir hann skólana í bænum og einnig fyrirtæki og aðrar stofnanir. Heimsókninni lýkur um hádegi og þá heldur forsetinn til Snæfellsbæjar.

Sylvía í stjörnuleit

  Næstkomandi föstudag munu ellefu einstaklingar keppa um áframhaldandi þáttöku í hinum vinsæla sjónvarpsþætti Idol–stjörnuleit sem er sýndur á Stöð 2. Meðal keppenda eru Grundfirðingurinn Sylvía Rún Guðnýjardóttir og Hólmarinn Matthías Arnar Þorgrímsson, þekktur af störfum sínum sem draugabani. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu frá Smáralind og munu úrslit ráðast af símakosningu landsmanna. Við óskum þeim Matta og Sylvíu okkar góðs gengis.

Bocciamót

    Á laugardaginn síðastliðinn var keppt í boccia hér í íþróttahúsinu. Mótið var haldið af félagi eldriborgara í Grundarfirði. Var þetta í fyrsta sinn sem  haldið er slíkt mót hér í bæ og var mótið sett af Guðmundi Inga bæjarstjóra.  Þrátt fyrir leiðindaveður komu fjögur lið úr Borgarnesi og tvö úr Snæfellsbæ, en liðin frá okkur voru sex talsins og var hún Pálína Gísladóttir stjarna mótsins. Spilað var á þremur völlum og var mótið vel heppnað í alla staði. Keppnin var jöfn og stórskemmtileg, heimamenn fengu silfur og brons en Borgnesingar gullið. Úr félagi eldri borgara eru að jafnaði 22-24 sem æfa boccia í hverri viku og nú eru stífar æfingar framundan því í byrjun maí verður vormót í Borgarnesi.