- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laugardaginn 18. október nk. kl. 14.00-18.00 mun hópur sem nefnir sig W23 halda vísindavöku í húsnæði FSN í Grundarfirði. Vísindavakan er opinn dagur fyrir alla sem vilja koma og kynna sér starfsemi W23 hópsins og náttúrufarsrannsóknir á Snæfellsnesi.
Vísindavakan er haldin af W23 hópnum í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina. W23 er samstarf fjögurra aðila á Snæfellsnesi: Háskólaseturs Snæfellsness, Náttúrustofu Vesturlands, Varar Sjávarrannsóknarseturs við Breiðafjörð og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Markmið hópsins er að auka rannsóknir og hvers kyns samstarf stofnananna, með bættum skilningi á náttúru Vesturlands og fjölgun starfa í náttúruvísindum að leiðarljósi. Heiti samstarfsins er W23 sem vísar í vestlæga hnattstöðu Snæfellsness og hraða lognsins á svæðinu.