- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
VINNUSKÓLI - UMSJÓNARMAÐUR OG HÓPSTJÓRI
Leitað er að umsjónarmanni Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar sem starfræktur er í fimm til sex vikur fyrrihluta sumars. Ungmenni sem eru að ljúka 8.-10. bekk geta sótt vinnuskólann, en auk þess þau sem eru að klára 7. bekk vorið 2024.
Sjá nánar hér um vinnuskólann - og sjá frétt hér þar sem fjallað er um öryggismál í vinnuskólanum.
Starf umsjónarmanns felst í að skipuleggja starf vinnuskólans í samvinnu við íþrótta- og tómstundafulltrúa, og að hafa umsjón með starfi og verkefnum vinnuskólans, í samráði við verkstjóra áhaldahúss.
Jafnframt er leitað að hópstjóra fyrir vinnuskólann, en hópstjóri aðstoðar umsjónarmann í daglegu starfi vinnuskólans.
Umsækjendur þurfa helst að hafa náð 20 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með unglingum. Starfstímabilið er frá 10. júní til 12. júlí. Vinnutími er frá kl. 8:30–15:30 alla virka daga, nema á föstudögum til kl. 14:30.
ATHUGIÐ - þegar líða fer að vori verður vinnuskólinn sjálfur auglýstur og geta nemendur hans sótt um þá.
Störfin heyra undir íþrótta- og tómstundafulltrúa. Upplýsingar í síma 430-8500 eða ithrott@grundarfjordur.is