- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Undanfarinn mánuð hafa fimm vinnuhópar starfað og undirbúið tillögur til stýrihóps fjölskyldustefnu.
Á fundi í samkomuhúsinu 23. febrúar sl. með stýrihópi, bæjarstjórn, nefndum og fleirum, skiluðu hóparnir vinnu sinni og gerðu hópstjórarnir grein fyrir niðurstöðum. Vinna hópanna fer nú til úrvinnslu í stýrihópi, sem mun skila bæjarstjórn vinnu sinni. Áætlað er að vinnu við mótun fjölskyldustefnu ljúki í mars.
Sr. Elínborg Sturludóttir flutti erindi um gildi í samfélaginu. |
Á fundinum flutti sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur og einn hópstjóranna erindi um ,,gildi” í samfélaginu og Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðm. Runólfssonar hf. flutti erindi um fjölskyldustefnu frá sjónarhóli atvinnurekanda.
Guðm. Smári Guðmundsson flutti erindi um fjölskyldustefnu frá sjónarhóli atvinnurekanda. |