- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gær lauk afgreiðslu Grundarfjarðarbæjar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015, dreifbýlishluta, með því að bæjarstjóri undirritaði uppdrætti og greinargerðir. Bæjarstjórnin lauk umfjöllun sinni á fundi þ. 12. nóvember sl. Með þessari undirritun lýkur ferli sem staðið hefur yfir með hléum frá árinu 1995. Aðalskipulaginu var skipt í tvo áfanga og var byrjað á að skipulegggja þéttbýlishlutann og lauk þeim áfanga með staðfestingu ráðherra í desember 2003. Vonast er til að umhverfisráðherra staðfesti aðalskipulagið á næstu vikum. Á myndinni halda Hjörtur H. Kolsöe, skipulags- og byggingafulltrúi og Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri, aðalskipulagsuppdrættinum á milli sín.