- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Undanfarið hefur verið unnið við lagnir í Hrannarstíg. Verið er að koma fyrir nýjum vatnsveitu-, klóak- og regnvatnslögnum í stað gamalla lagna sem fyrir eru. Vegna þessara framkvæmda er óhjákvæmilegt að loka tímabundið innkeyrslunni inn í Smiðjustíg þar sem grafinn verður skurður þar í gegn.
Á meðan verður umferð inn og út Smiðjustíg beint um hjáleið rétt sunnan við núverandi innkeyrslu inn í götuna.
Reiknað er með að framkvæmdum við innkeyrsluna verði lokið fyrir lok vikunnar.Íbúar geta átt von á vatnstruflunum meðan á framkvæmdum stendur.
Beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega hafa í för með sér fyrir íbúa götunnar og gesti þeirra.