- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Haldinn var samráðsfundur í dag með forstöðumönnum stofnana Grundarfjarðarbæjar, bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðalbókara um undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Seinna í þessum mánuði munu liggja fyrir tillögur frá forstöðumönnum um rekstur og fjárfestingar í stofnununum á næsta ári. Auglýst verður eftir styrkumsóknum og er rétt hjá þeim sem hafa hug á að sækja um að fylgjast með. Það verður erill við þetta verkefni á næstu vikum hjá stjórnendum Grundarfjarðarbæjar. Síðan kemur til kasta bæjarráðs og bæjarstjórnar við afgreiðslu á þeim tillögum sem fram verða lagðar.