- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nú í dag mánudag hófu hluti af áhöfnum Farsæls SH og Helga SH vinnu við að koma skíðalyftunni okkar í lag. Þetta voru þeir Jonni, Öddi og Steinar Áslaugs af Farsæl og af Helga SH mættu þeir Bent, Hemmi Gísla og Hjálmar. Hér má sjá myndir af aðgerðinni.
Þetta er frábært framtak hjá þeim enda veitir ekki af að eiga skíðalyftu í lagi ef að það fer að snjóa eitthvað að ráði.
Stefnan er sett á að reisa miðju mastrið á morgun ef að tæki og áhöld fást í það. Þetta er allt saman gert í sjálfboðavinnu og hvet ég alla þá sem hafa metnað í að bjóða upp á skíðalyftu hér í Grundarfirði, til þess að leggja hönd á plóginn og mæta upp í skíðalyftu.
Ef áhugi er fyrir hendi, er hægt að hafa samband við Jonna.
Tómas Freyr Kristjánsson