- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
G –leði, R-eisn, U-mhyggja, N-ánd, D-ugur.
Í húsi verkalýðsfélagsins, Borgarbraut 2.
Rauða kross deild Grundarfjarðar hefur ákveðið að feta í fótspor deildarinnar á Akranesi sem hefur starfrækt húsið HVER um nokkurt skeið. Aðalmarkmið húsins er að gefa þeim sem heima sitja stað til að hittast á, ég vil, get og skal verða leiðarljósin í starfinu. Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru Verkalýðsfélagið og Grundarfjarðarbær.
Þessi aðstaða er ætluð fyrir alla þá sem hafa dottið út úr hlutverkum sínum í lífinu, vegna veikinda t.d. geðrænna, slysa eða áfalla eins og atvinnumissi. Hver einstaklingur verður boðinn velkominn á sínum forsendum til styttri eða lengri dvalar. Þar mun starfsmaður Rauða kross deildarinnar Steinunn Hansdóttir í hlutverki húsmóður, hlúa að hugmyndum sem hver og einn kemur með eða kynnist á staðnum t.d. námskeiðum, sjálfsuppbyggingu, föndri, tölvuvinnslu, líkamsrækt eða öðru sem hugurinn stendur til.
Opið húsverður fimmtudaginn 26. nóvember milli kl 14.00 og 16.00 og eru allir velkomnir, en fyrirhugað er að húsið verði opið til að byrja með tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga á sama tíma.