- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða til starfa leikskólakennara og deildarstjóra, einnig matráð og starfsfólk í afleysingar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember nk., nema fyrir afleysingar.
Leikskólakennari, 100% starf - umsóknarfrestur til og með 16. nóvember 2021
Starf leikskólakennara felst í þátttöku í faglegu starfi deildar.
Helstu verkefni og ábyrgð leikskólakennara:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Deildarstjóri, 100% starf - umsóknarfrestur til og með 16. nóvember 2021
Staðan er laus frá 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi.
Starf deildarstjóra felst í skipulagningu á faglegu starfi deildar og samskiptum við foreldra.
Helstu verkefni og ábyrgð deildarstjóra:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Fyrir störf leikskólakennara og deildarstjóra gildir, að ef ekki fást leikskólakennarar til starfa verða leiðbeinendur ráðnir. Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Matráður, 100% starf - umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2021
Um er að ræða líflegt starf matráðs, sem felst í að hafa umsjón með eldhúsi, þar sem eldað er fyrir börn og starfsfólk í leik- og grunnskóla.
Matráður sér um matseld á heitum hádegismat og bakstur, skipuleggur matseðla og annast innkaup á matvörum og öðrum aðföngum, annast frágang og tilheyrandi þrif og skipuleggur starfið í eldhúsinu.
Matráður, ásamt aðstoðarmanni í eldhúsi, hefur umsjón með matseld á hádegismat fyrir allt að 170-190 börn og starfsmenn leikskóla, grunnskóla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Matráður sér um morgunmat og miðdegishressingu fyrir leikskólabörn og starfsfólk, um 50-60 manns.
Leikskólinn Sólvellir er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli. Matráður kemur að spennandi vinnu skólans í því verkefni, m.a. að því að móta stefnu fyrir leikskólann á sviði næringar og umgengni við mat.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Um fast starf er að ræða, en ráðið verður með reynslutíma í upphafi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsókn skal fylgja yfirlit yfir menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta.
Afleysing, tímabundin ráðning
Einnig er leitað eftir starfsfólki í afleysingar, bæði á deildum og í eldhúsi. Vinnufyrirkomulag getur verið sveigjanlegt.
Leitað er að jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum, eiga gott með samskipti og eru sveigjanlegir og tilbúnir að takast á við fjölbreytt, faglegt og lifandi leikskólastarf. Leitað er að fólki í 100% starf/störf vegna fyrirsjáanlegs fæðingarorlofs starfsmanna, en einnig er leitað eftir afleysingarfólki í hlutastarf, sem gæti t.d. hentað framhaldsskólanemum samhliða námi.
Almennar upplýsingar
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær áskilur sér rétt til að fara fram á sakavottorð umsækjenda.
Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli með rúmlega 40 nemendur á aldrinum 1-4 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði.
Vakin er athygli á stefnu Leikskólans Sólvalla um jafnan hlut kynja í störfum og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á heiddis@gfb.is
Vertu með í skemmtilegu og gefandi skólastarfi!