- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vilt þú taka þátt í skemmtilegri uppbyggingu með okkur?
Í Grundarfirði búa tæplega 900 manns. Sjá nánar um okkur. Náttúra og umhverfi eru einstök og alla helstu grunnþjónustu er að finna á svæðinu. Metnaðarfullar framkvæmdir eru í gangi um uppbyggingu á gönguvænu umhverfi, blágrænum regnvatnslausnum og á opnum svæðum í bænum. Unnið er að innleiðingu barnvæns sveitarfélags, unnið eftir nýrri menntastefnu bæjarins frá 2023 og áætlun með skýrum viðmiðum um gæði skólastarfs.
Bæjarverkstjóri
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda sem er tilbúinn að leiða umhverfisframkvæmdir bæjarins og taka þátt í spennandi endurnýjun innviða á komandi árum, ekki síst í gatna- og fráveitumálum.
Starfssvið
Bæjarverkstjóri starfar í þjónustumiðstöð bæjarins og stýrir daglegum rekstri og viðhaldi gatna- og umferðarmannvirkja, fráveitumannvirkja, umhirðu opinna svæða, vetrarþjónustu o.fl.
Bæjarverkstjóri, ásamt öðru starfsfólki þjónustumiðstöðvar, gegnir mikilvægu hlutverki í að umhverfi og ásýnd sveitarfélagsins sé til fyrirmyndar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur
Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.
Skólastjóri Leikskólans Sólvalla
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda sem er tilbúinn að leiða virka skólaþróun og faglegt starf með áherslu á framþróun, lausnaleit og styrkingu leikskólastigsins í samvinnu við skóla- og nærsamfélagið.
Á Leikskólanum Sólvöllum eru nú um 40 börn á aldrinum 12 mánaða til 4 ára. Sérstök fimm ára leikskóladeild er rekin undir Grunnskóla Grundarfjarðar og er samstarf gott á milli skólanna.
Spennandi skólaþróun
Leikskólinn hefur í samstarfi við Ásgarð skólaráðgjöf unnið að uppbyggingu innra starfs, stjórnun og mótun skólanámskrár og hefur leikskólastjóri góðan aðgang að styrkri ráðgjöf og handleiðslu frá ráðgjöfum Ásgarðs. Unnið er í samræmi við nýja menntastefnu bæjarins (2023) og þriggja ára innleiðingaráætlun þar sem sett voru skýr viðmið um gæði skólastarfs.
Starfssvið
Leikskólastjóri hefur faglega forystu um kennslu og þróun skólastarfs, stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauð og starfsemi leikskólans. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Grundarfjarðarbæjar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Um 100% starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda leikskóla.
Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð skv. ákvæðum laga sem um starfið gilda.
-----
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með sunnud. 15. september 2024.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorg@grundarfjordur.is Umsóknir sendist einnig á framangreint netfang.
Umsóknum um starfið skal fylgja greinargott yfirlit um menntun, fyrri störf, meðmælendur
og annað sem umsækjandi telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni hans til að sinna starfinu.
Deildarstjóri, leikskólakennari
Sjá einnig auglýsingu um deildarstjóra/leikskólakennara - á Leikskólann Sólvelli, með því að smella hér.
Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar