- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Viltu vera með í skemmtilegri uppbyggingu?
Grundarfjarðarbær auglýsir laus til umsóknar nýtt og spennandi starf íþrótta- og tómstundafulltrúa og starf skólastjóra Leikskólans Sólvalla.
Leitað er að kraftmiklum stjórnendum með forystu- og skipulagshæfileika, jákvætt viðhorf og metnað til að taka þátt í uppbyggingu og umbótum í skóla- og tómstundastarfi.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Um er að ræða nýtt og spennandi starf við að þróa og stýra íþrótta- og tómstundamálum, forvörnum og lýðheilsuverkefnum á vegum Grundarfjarðarbæjar og að leiða stefnumörkun um verkefni sviðsins með fagnefndum og bæjarstjórn.
Í starfinu felst fagleg og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja og aðstöðu, á félagsmiðstöð unglinga og á skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem bærinn kemur að.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi er starfsmaður þeirra nefnda sem starfssviðinu tilheyra og leiðir jafnframt samstarf við félagasamtök og hefur umsjón eða aðkomu að ýmsum viðburðum.
Hér má lesa nánar um stofnun hins nýja starfs.
Menntunar- og hæfnikröfur til íþrótta- og tómstundafulltrúa:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur, s.s. á sviði kennslu, íþrótta eða tómstunda
Farsæl reynsla af íþrótta- og tómstundastarfi er kostur, sem og af rekstri, stjórnun og stefnumótun
Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að eiga uppbyggileg samskipti við viðkvæma hópa, er skilyrði
Færni í að tjá sig, í töluðu og rituðu máli er skilyrði
Að nálgast verkefni á frumlegan hátt og vera úrræðagóð(ur) við lausn þeirra er mikill kostur
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Sjá einnig á alfred.is þar sem sækja skal um starfið.
Skólastjóri Leikskólans Sólvalla
Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Í dag eru nemendur milli 40-50. Sérstök fimm ára deild er rekin undir Grunnskóla Grundarfjarðar og er samstarf gott á milli skólanna.
Leikskólastjóri hefur faglega forystu um kennslu og þróun skólastarfs, stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauð og starfsemi leikskólans, í samræmi við lög og stefnu bæjarstjórnar.
Menntunar- og hæfnikröfur til leikskólastjóra:
Kennaramenntun (leyfisbréf) og kennslureynsla er skilyrði
Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg
Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er kostur
Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi er skilyrði
Færni í að tjá sig, í töluðu og rituðu máli er skilyrði
Hér má skoða vef Leikskólans Sólvalla.
Staðan er laus frá 1. október nk. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ, Félags stjórnenda leikskóla.
Sjá einnig á alfred.is þar sem sækja skal um starfið.
Nánar
Umsóknum um störfin ásamt fylgigögnum skal skilað í ráðningakerfi Alfreðs - alfred.is í síðasta lagi 26. september nk.
Fylgja skal kynningarbréf, ferilskrá og samantekt með hugmyndum umsækjanda um þróun faglegs starfs og nálgun sína í starfi.
Störfin henta hvaða kyni sem er. Á síðari stigum umsóknarferlis verður farið fram á sakavottorð í samræmi við viðeigandi lög.
Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500 eða með tölvupósti gegnum netfangið bjorg@grundarfjordur.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.