Starfið er auglýst á alfred.is og á vef VinnVinn sem aðstoðar við ráðninguna.
Grundafjarðarbær óskar eftir að ráða kraftmikinn og lausnamiðaðan einstakling með forystuhæfileika í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leitað er að aðila sem er óhræddur við að ganga í fjölbreytt og krefjandi verkefni. Þá er handlagni og verkvit kostur.
Starfið felst í þróun, skipulagningu, samræmingu og stjórnun íþrótta- og tómstundamála, forvarna og lýðheilsuverkefna á vegum bæjarins. Fag- og rekstrarleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis, félagsmiðstöðvar unglinga og skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Samstarf við fagnefndir bæjarins og félagasamtök, umsjón eða aðkoma að viðburðum.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptafærni, frumkvæði og skilning á rekstri mannvirkja, auk hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og að leiða teymi.
Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2025.
Athugið að Grundarfjarðarbær leitar nú einnig að aðstoðarleikskólastjóra, sjá auglýsingu, og að verkefnastjóra tækni- og byggingarmála, sjá auglýsingu.
Starfssvið og helstu verkefni:
Menntunar- og hæfnikröfur:
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
--
Grundarfjarðarbær er á miðju norðanverðu Snæfellsnesi. Í Grundarfirði og nágrenni er fjölskrúðug náttúra og gott mannlíf, atvinnuvegir og félagsstarf er fjölbreytt og samfélagið fjölskylduvænt. Hér er leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og framhaldsskóli. Börn eru tekin inn í Leikskólann Sólvelli við 12 mánaða aldur og það er enginn biðlisti hjá okkur. Að Grundargötu 30 er samvinnurými og skrifstofuaðstaða fyrir störf án staðsetningar, t.d. fyrir maka. Ferðatími til höfuðborgarinnar er um 2 klst. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eiga með sér öflugt samstarf um umhverfismál og hafa hlotið EarthCheck umhverfisvottun svæðisins 14 sinnum.
Nýlega var þeim áfanga náð að hætt var að kynda skóla- og íþróttamannvirki í Grundarfirði með olíu, en í staðinn nýtt orka úr jarðvarma gegnum öflugt varmadælukerfi. Þetta er stórt orkuskiptaverkefni sem íþrótta- og tómstundafulltrúi tekur m.a. þátt í að innleiða. Þetta þýðir m.a. lengri opnunartíma sundlaugar sem hingað til hefur verið opin frá apríl til október.
---
Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá ásamt kynningarbréfi, hvoru tveggja á íslensku. Þar skal gera grein fyrir þeirri þekkingu, reynslu og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við hæfniskröfurnar í auglýsingunni. Umsóknir á erlendum tungumálum, án kynningarbréfa eða án ferilskráa verða ekki teknar til greina. Forsenda ráðningar er hreint sakavottorð.
Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður sérstaklega horft til gæða umsóknargagna.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Sótt er um á vef VinnVinn. Umsjón með ráðningu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is)
Ítarefni:
Hér má lesa nánari starfslýsingu við stofnun starfsins árið 2021.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi starfar með eftirfarandi nefndum Grundarfjarðarbæjar: