Starfið er auglýst á alfred.is og á vef VinnVinn sem aðstoðar við ráðninguna.

Leikskólinn Sólvellir leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf aðstoðarleikskólastjóra, sem einnig hefur umsjón með sérkennslu/stoðþjónustu leikskólans. Sólvellir er þriggja deilda leikskóli fyrir yngsta fólkið okkar; börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræðum. Leikskólinn vinnur markvisst að uppbyggingu innra starfs, stjórnun og mótun skólanámskrár og eftir nýsamþykktri menntastefnu Grundarfjarðarbæjar með skýrum viðmiðum um gæði skólastarfs. Sjá einnig: Leikskólinn Sólvellir - vefsíða  

Um er að ræða nýja samsetningu starfs og því kjörið tækifæri fyrir skapandi einstakling til að þróa starfið í takt við þarfir leikskólans og í nánu samstarfi við starfsfólk. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Um sveigjanlegt starfshlutfall er að ræða á bilinu 80%-100%.  Ráðið er í starfið frá og með 14. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi. 

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2025.

Athugið að Grundarfjarðarbær leitar nú einnig að íþrótta- og tómstundafulltrúa, sjá auglýsingu og verkefnastjóra tækni- og byggingarmála, sjá auglýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur náið með leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á daglegri stjórnun og rekstri, þróun leikskólastarfs og faglegu starfi leikskólans.
  • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  • Tryggir að unnið sé eftir lögum, aðalnámskrá leikskóla, menntastefnu sveitarfélagsins og skólanámskrá leikskólans, auk þess að sjá til þess að áætlanir séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
  • Ber faglega ábyrgð á sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu, veitir ráðgjöf til starfsmanna og stýrir skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í samstarfi við leikskólastjóra.
  • Er tengiliður farsældar og samþættrar þjónustu við börn og hefur náið samstarf við þá sérfræðinga sem tengjast leikskólanum.
  • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérfræðiaðstoð eða sérkennslu, auk starfsmannafunda og annarra funda er varða starfsemi leikskólans.
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra, en mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum.
  • Sinnir öðrum verkefnum er varða stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og í sérkennslufræðum er kostur.
  • Reynsla af stjórnun, uppeldis- og kennslustörfum æskileg.
  • Þekking og reynsla á leikskólastigi æskileg.
  • Áhugi á fræðslu og farsæld barna.
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Góð almenn tölvukunnátta. 

---

Grundarfjörður er vaxandi þjónustukjarni miðsvæðis á Snæfellsnesi. Íbúar eru um 900. Grundfirðingar búa að einstakri og fjölskrúðugri náttúru og góðu mannlífi. Samfélagið er fjölskylduvænt og umhverfisvænt með blómstrandi menningarstarfsemi. Alla helstu grunnþjónustu er hér að finna, m.a. leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, öflugt íþróttastarf, heilsugæslu, bókasafn, verslanir, kaffihús, veitingastaði og fleira. Í dag er enginn biðlisti fyrir börn á Leikskólann Sólvelli, en auk þess geta börn kennara haft forgang til leikskólapláss.Um 2ja klst. akstur er til Reykjavíkur. Að Grundargötu 30 er samvinnurými og skrifstofuaðstaða fyrir störf án staðsetningar. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi eiga með sér öflugt samstarf um umhverfismál og hafa hlotið EarthCheck umhverfisvottun svæðisins 14 sinnum.

Í Grundarfirði stendur yfir metnaðarfull og spennandi þróun og uppbygging íbúða og atvinnustarfsemi, göngustíga og útivistarsvæða á grunni umhverfisvænnar stefnu í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019 - 2039.

Unnið er innleiðingu nýsamþykktrar menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028, sem er leiðarvísir um áherslur og vinnubrögð sem samfélagið hefur ákveðið að stefna að á komandi árum í starfi leik-, grunn- og tónlistarskóla og með öðrum þeim er að uppeldi og menntun barna koma.

Grundarfarðarbær tekur þátt í verkefni Unicef sem Barnvænt sveitarfélag.

--- 

Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá ásamt kynningarbréfi, hvoru tveggja á íslensku. Þar skal gera grein fyrir þeirri þekkingu, reynslu og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við hæfniskröfurnar sem tilgreindar eru í auglýsingunni. Umsóknir á erlendum tungumálum, án kynningarbréfa eða án ferilskráa, verða ekki teknar til greina.

Forsenda ráðningar er hreint sakavottorð skv. 6. gr. laga um leikskóla.

Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður sérstaklega horft til gæða umsóknargagna.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Sótt er um starfið á vef VinnVinn. Umsjón með ráðningu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is)