- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Aflraunamótið "Víkingurinn" var haldið sumarið 2024, en þættir á RÚV um keppnina eru löngu orðnir landsþekktir, enda vinsælt sjónvarpsefni.
Víkingurinn er framhald Vestfjarðavíkingsins sem haldinn var í 30 ár, en Víkingurinn er nú haldinn víða um land.
Á síðasta ári fór keppnin fram í Grundarfirði, Ólafsvík, Stykkishólmi og Hvalfjarðarsveit í lok júnímánaðar. Ákveðnar greinar eru teknar fyrir á hverjum stað. Keppninni eru gerð skil í sjónvarpsþætti og í leiðinni litast umsjónarmaðurinn, Samúel Örn Erlingsson, um í lífi, starfi, listum og sögu heimamanna, eins og segir í kynningu þáttarins.
Grundarfjarðarbær var einn af styrktaraðilum keppninnar 2024 og var keppt við góðar aðstæður á Framnesi, þar sem Kirkjufellið skartaði tignarlega í bakgrunni mynda.
Í spilara RÚV má hér finna þáttinn, sem sýndur var 2. janúar sl.
Í Grundarfirði heimsótti Samúel Örn umsjónarmaður þáttarins alþýðulistamanninn Lúðvík Karlsson, Liston.