- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kvenfélagið Gleym-mér ei í Grundarfirði fagnar í ár 75 ára afmæli félagsins. Á jólafundi félagsins fimmtudaginn 6. desember sl. afhenti Þorey Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar, Mjöll Guðjónsdóttur, formanni kvenfélagsins, viðurkenningarskjal frá bæjarstjórn. Í skjalinu stendur „Kvenfélagið Gleym mér ei 1932-2007. Viðurkenning og þakkir fyrir ómetanleg störf að samfélagslegum málefnum og fórnfýsi félagskvenna í þágu samborgaranna í 75 ár.“